Afhverju Yerba Mate?

Yerba mate er meira en bara drykkur – það er einstök upplifun sem sameinar kraft og hefð.

Yerba mate inniheldur náttúruleg örvandi efni – koffín, þeóbrómín og þeófyllín. Þessi blanda gefur þér orku kaffi, vellíðan dökks súkkulaðis og róandi áhrif græns te í einum sopa.

Þessi suður-ameríski drykkur hefur verið hluti af daglegu lífi fólks í aldir og er þekktur fyrir að veita jafna og náttúrulega orku sem nærir bæði líkama og sál.

Það sem gerir yerba mate svo sérstakt, er blanda þess af náttúrulegu koffíni, vítamínum og andoxunarefnum sem hjálpa þér að halda einbeitingu, bæta heilsuna og njóta augnabliksins.

Mate Iceland
messi mate

- Eykur orku og fókus: Yerba mate veitir náttúrulega orku með koffíni ásamt þeóbrómíni og þeófyllíni, sem tryggja mýkri og lengri áhrif. Fullkomið til að bæta einbeitingu og skýrleika.

Bætir líkamlega frammistöðu: Yerba mate styður líkamsþjálfun með því að auka þol, draga úr þreytu og flýta fyrir fitubrennslu.

- Ríkt af andoxunarefnum: Andoxunarefnin í yerba mate vernda frumur, hafa bólgueyðandi áhrif og styðja við heilsu með því að hægja á öldrun.

- Styður ónæmiskerfið: Með efnasamböndum sem örva framleiðslu ónæmisfrumna getur yerba mate styrkt varnir líkamans gegn sýkingum og sjúkdómum.

- Bætir meltingu: Yerba mate stuðlar að góðri meltingu, léttir á uppþembu og stuðlar að betri þarmaheilsu.

Saga yerba mate nær þúsundir ára aftur í tímann, til Guarani-fólksins í Suður-Ameríku, sem fyrst uppgötvaði örvandi áhrif laufanna. Þeir brugguðu yerba mate í heitu vatni og drukku það með málmröri úr skál – hefð sem lifir enn í dag.

Á 16. öld kynntu spænskir nýlenduherrar yerba mate til Evrópu, þar sem það varð vinsælt. Í kjölfarið hófu Suður-Ameríkulönd stórframleiðslu á 19. öld, og Argentína varð leiðandi í ræktun og útflutningi.

Í dag er yerba mate þjóðardrykkur í löndum eins og Argentínu og Úrúgvæ og er tákn um samveru og hefð. Auk þess nýtur það vaxandi vinsælda á heimsvísu, bæði fyrir einstaka bragðið og heilsubætandi eiginleika.

ad9b6964be9907420a_Fig 3-2 Rural farmworkers consuming mate. Rosario, Argentina 1895..jpg__PID:305477d3-14b2-44a0-8250-5b3d7b5ce6d0
messi and suarez with yerba mate

Frægar persónur sem elska Yerba Mate:


Yerba mate hefur heillað fólk víðs vegar um heiminn, frá venjulegum neytendum til heimsfrægra stjarna.

Lionel Messi, knattspyrnuhetja og heimsmeistari, sver sig í hóp mate-unnenda og segist fá orku og jafnvægi frá drykknum.

Páfi Frans, sem er frá Argentínu, hefur líka oft sést með yerba mate í hendi, og hann hefur sagt það minna sig á heimalandið sitt.

Söngkonan Shakira segir yerba mate vera með dásamlegt bragð og marga heilsueiginleika, á meðan Madonna, poppdrottningin sjálf, hefur látið yerba mate fylgja sér á tónleikaferðum, fyrir náttúrulegu orkuna.

Þá má nefna íþróttamenn eins og Luis Suárez og Antoine Griezmann, sem deila ást sinni á yerba mate og sjá það sem ómissandi hluta af rútínu sinni.

Taktu mate með þér!

Afhverju
Yerba Mate?

Langar þér að prófa yerba mate, en veist ekki hvar þú átt að byrja?

Hérna eru fullkominn yerba mate til að byrja á:

Ertu kominn lengra í mate-ferðalaginu þínu?

Kannaðu sterkar tegundir sem færa þér enn dýpri mate-upplifun:

Þú getur skoðað allt úrvalið okkar hér: